Lýsing

Upplýsingar um vöruna

DROPS Cotton Merino er gert úr blöndu af extra fínu merino og löngum bómullartrefjum. Við höfum valið að kemba ekki merino ullina og bómullina saman, það upphefur eiginleika trefjanna betur sem og jafnframt náum við fram líflegri litum og áferð. Superwash meðhöndlað garn sem er milt fyrir húðina, DROPS Cotton Merino er frábær kostur fyrir ungbarna- og barnafatnað.

Garnið samanstendur úr mörgum þunnum þráðum sem spunnir eru saman, sem gerir þræðina bogalaga og teygjanlega, hentar sérstaklega vel fyrir kaðla, áferðamynstur og perluprjón. Þessi sérstaka samsetning krefst þess að það er líka mikilvægt að meðhöndla flíkina rétt: vertu viss um að vera með rétta prjónfestu – notaðu þéttari prjónfestu en lausari. Ekki þvo flíkina í of heitu vatni, láttu hana aldrei liggja í bleyti og láttu flíkina þorna flata.

Eins og allt merinogarnið okkar, þá er merinoullin frá frjálsum dýrum (free-range, mulesing free) frá Suður Ameríku.

 Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér

 Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvuskjám á sama hátt geta litaeiningarnar verið mismunandi á milli litabaða.

Frekari upplýsingar
Litur

01 Hvítur, 02 Svartur, 03 Beige, 04 Bleikfjólublár, 05 Púðurbleikur, 06 Rauður, 07 Vínrauður, 08 Sæblár, 09 Ísblár, 10 Pistasía, 11 Skógargrænn, 13 Kóral, 14 Kirsuberjarauður, 15 Sinnepsgulur, 16 Gallabuxnablár, 17 Vanillugulur, 18 Milligrár, 19 Grár, 20 Ljós grár, 22 Dökk grænn, 23 Ljós fjólublár, 24 Turkos, 25 Ryðrauður, 26 Óveðursblár, 27 Fjólublár, 28 Púður, 29 Sægrænn