DROPS Delight
689 kr.
Vandað, mjög mjúkt ullargarn í frábærum litum!
DROPS Delight er 1-þráða garn meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél, styrkt með polyamid. Spennandi garn sem hægt er að nota í fleira en sokka. Hentugt í stærri stykki eins og peysur, sjöl og fylgihluti.
Að auki við fallega handspunna áferð með smá breytingum á þykkt þá skapar “magic print” tæknin sem notuð er til að lita DROPS Delight frábærar litasamsetningar og fallegar litabreytingar. Þetta gerir það að verkum að í sömu einingu getur maður upplifað bæði dökk og ljós afbrigði. Þetta eru engin mistök, heldur hluti af eiginleikum garnsins.
Sýnishornin á myndum á litaspjaldi sýna litabreytingar á garninu þegar prjónað er yfir fáar lykkjur, eins og t.d sokka. Á stærri stykkjum koma litabreytingarnar til með að líta öðruvísi út.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.