Eplið stuðningspúði

29.900 kr.

Hægt er að nota Eplið á fjölbreyttan hátt til að ná fram tilætluðum stuðningi og virkni.
Við höfum í gegnum árin reglulega uppgötvað nýja notkunarmöguleika fyrir púðan, en fyrst og fremst er hann hugsaður í fangið sem stuðningur undir handleggina til að létta undir axlirnar. Þannig hentar Eplið við leik og iðju, til dæmis:

  • Í leikjatölvunni
  • með spjaldtölvuna
  • við prjónaskap, útsaum eða hekl
  • við blaða- og bókalestur
  • við brjóstagjöf

eða bara við einfalda slökun, faðmaðu Bara-púðann og láttu þér líða vel í sófanum eða hægindastólnum.

Aðrir möguleikar eru að hafa púðann fyrir aftan bak sem stuðning við mjóbak og einnig er mögulegt að klemma hann utan um mittið þannig að hægt sé að hvíla herðar þegar staðið er. Það er gert með teygju sem er að finna á innri hlið púðans.

Allt snýst þetta um að láta sér líða sem best og við setjum engin takmörk fyrir því hvernig hver og einn velur að nota Eplið sér til gagns.

Dökk gult
Dökk gult
Grátt
Grátt
Grænt
Grænt
Gult
Gult
Rautt
Rautt
Hreinsa
Vörunr.: N/A Flokkar: ,
Deila vöru:

Eplið frá Bara er fjölnota stuðningspúði sem styður við líkamann á marga vegu og nýtist bæði til iðju og til hvíldar.

Eplinu er sérstaklega ætlað að vera stuðningur undir framhandleggina næst líkamanum þegar setið er og unnið með höndunum. Þannig léttir eplið álag á herðar og bak.

Púðinn er vinsæll við ýmsa handavinnu og rannsóknir sýna að hægt er að minnka vöðvaspennu með því að nota hann sem stuðning undir framhandleggina við tölvuvinnu.

Í innri hring púðans er teygja sem hægt er að draga saman svo þétt að hann klemmist utan um bolinn og það er jafnvel hægt að standa með hann þannig.

Epli

Dökk gult, Grátt, Grænt, Gult, Rautt

Engar vörur í körfu.