Pera stuðningspúði

33.900 kr.

Peran er einskonar stærri útgáfa af Eplinu og nýtist á mjög svipaðan hátt en stærðin býður líka upp á aðra möguleika. Þannig er hægt að hvíla þyngri og stærri hluti á púðanum, t.d. stóra bók og hefur púðinn því stundum verið kallaður bókapúðinn.

Við tölum gjarnan um púðana okkar sem mublur, á sama hátt og við eigum skemil undir fæturnar í hægindastólnum þá er stuðningspúðinn skemill undir hendurnar.
Það er okkur mikilvægt að þegar púðinn er ekki í notkun sé hann yndi fyrir augað þegar honum er stillt upp hvort sem það er standandi á gólfinu eða þar sem honum er komið vel fyrir upp í sófa, rúmi eða upp á stól.

Að njóta og láta sér líða vel er samt alltaf mikilvægast og er það von okkar að Peran geti komið vel að liði til þess.

Pera grá
Pera grá
Pera græn
Pera græn
Pera gul
Pera gul
Pera rauð
Pera rauð
Pera vanillu
Pera vanillu
Hreinsa
Vörunr.: N/A Flokkar: ,
Deila vöru:

Stór og notalegur stuðningspúði undir framhandleggi og hendur sem bætir setstöðu og gerir fólki kleyft að slaka á í herðum, handleggjum og baki. Peran hefur mjúkt borð fyrir handleggina sem nýtist við ýmiskonar iðju eins og bóklestur og tölvuvinnu. Púðinn kemur foreldrum ungbarna einnig að góðum notum.

Sjúkra- og iðjuþjálfar hafa frá upphafi mælt með Bara-púðunum. Margir upplifa öryggi, vellíðan og betra setjafnvægi þegar framhandleggirnir hvíla á púðunum og rannsóknir sýna að notkun þeirra dregur úr vöðvaspennu og auðveldar fólki ýmsa iðju.

Berðu góðan ávöxt! – Þrátt fyrir stærð Perunnar er auðvelt að taka hann með sér hvert sem farið er.

Pera

Pera grá, Pera græn, Pera gul, Pera rauð, Pera vanillu

Engar vörur í körfu.